Hversvegna er starfandi 70 ára einstaklingur með lakari kjör en þeir sem eru árinu yngri?

Eldri maður

Þrátt fyrir viðvarandi barlóm í þjóðfélaginu um alvarlegt ástand hvað varðar stöðu eldri borgara þá er það staðreynd að vaxandi hluti þessa markhóps er við hestaheilsu þegar 70 ára aldri er náð.

Allmargir í þessum aldurshópi er í þeirri aðstöðu að geta starfað áfram eftir sjötugt, kjósi viðkomandi að vinna. Meðalaldur landans fer hækkandi og æ fleiri eldri borgarar eru sprækir sem lækir. Í nóvember 1996 voru launþegar á bilin 70 til 75 ára 6600 talsins.

Í Morgunnblaðinu þann 18. Janúar 1997 má lesa eftirfarandi frétt:

Sjötugir hætta að greiða í lífeyrissjóð !

Um síðustu áramót hættu flestir lífeyrissjóðir á almennum markaði að taka við lífeyrissiðgjaldi frá launþegum sem orðnir eru sjötugir“. Þetta er í samræmi við samkomulag ASÍ og VSÍ um lífeyrismál, sem gert var í desember 1995.

Sé þessi rúmlega tuttugu ára samningur Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands skoðaður má lesa eftirfarandi texta í kaflanum um ellilífeyri. Berist iðgjöld til sjóðsins vegna sjóðfélaga sem orðinn er 70 ára skal endurgreiða þau iðgjöld.

Hver er réttmætur viðtakandi?
Ekki kemur undirritaður auga á að tilgreint sé hverjum eigi að endurgreiða ofangreint framlag og finnst raunar blasa við að mótframlag vinnuveitanda til launþega, sem heldur áfram að starfa eftir sjötugt, ætti áfram að renna til launþegans, annahvort í launaumslagið ellegar í séreignasjóð viðkomandi starfsmanns. Eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan þá hættu flestir lífeyrissjóðir fyrir margt löngu að taka við framlagi vinnuveitenda og því miður er algengast að sjóðirnir endursendi viðkomandi vinnuveitanda þá fjármuni. Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður þó upp á þann valkost að við 70 ára aldur færist framlag vinnuveitanda úr samtryggingarsjóði yfir í séreignasparnað.

Þetta er að sjálfsögðu gert með samkomulagi milli viðkomandi vinnuveitanda og launþega og eiga þeir sem að slíku fyrirkomulagi standa sannarlega heiður skilinn. Ekki er mér kunnugt um hvort aðrir lífeyrissjóðir bjóði upp á slíkan möguleika. Hvað sem öllu þessu líður þá blasir við að lög sem fela í sér kjaraskerðingu á síðustu starfsárum launafólks sem staðið hefur í áratuga baráttu fyrir sínum kjörum, slík lög eru ólög.

Hver eru rökin?
Ákveðnir lærðir lögfræðingar vísa í lögin sem segja að greiða skuli af launafólki í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára aldurs, punktur. Aðrir jafnlærðir lögmenn eru á öndverðri skoðun, launþegum í hag. Ekki er hægt að merkja að lagt sé á vogaskálarnar réttlæti eða ranglæti í þessu sambandi.

Þegar mótframlög þúsunda launþega, sem eru svo lásamir að geta og vilja starfa lengur en til sjötugs, eru ýmist endursend til vinnuveitenda eða einfaldlega felld niður, þá er að mati undirritaðs rangt að málum staðið og tímabært af hálfu stéttarfélaga að leita allra ráða til að vinda ofan af þessari óréttlátu skipan mála.

Árni Bjarnason

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur