Leiðari í jólablað Víkingsins 2018

Ekki hef ég í annan tíma frá því ég hóf störf fyrir samtök skipstjórnarmanna orðið var við jafn almenna óánægju meðal sjómannastéttarinnar eins og horfa má uppá, um þessar mundir hvað varðar aðstæður í sjávarútveginum. Skelfilega margir sjómenn og starfsfólk í sjávarútvegi upplifa atvinnumissi og enn fleiri í algjöra óvissu um framtíðina og engu líkara en sumir þeirra aðila sem koma að rekstri útgerðarfyrirtækjanna telji það sér í hag í að sjómenn þeirra viti sem allra minnst um stöðu mála varðandi allt sem snýr að rekstrinum. Þegar ég spyr mína skjólstæðing frétta um þeirra hag þá er algengt svar margra sem hér segir: lítið vissi ég hér áður fyrr, en núna veit ég alls ekki neitt.
Allt of mikil áhrif á allt of marga
Fátt er jafn þrúgandi fyrir sjómenn rétt eins og aðra launþega, að vita ekkert um það sem framundan er. Miklar hræringar varðandi endurnýjun flotans og eigendaskipti með tilheyrandi samþjöppun hafa leitt til þessar ömurlegu stöðu. Sterk króna, veiðigjöld sem að flestra mati eru sérstaklega ósanngjörn á frystitogarana hafa leitt til ákvarðana um sölu á frystiskipum sem maður hélt að hefðu til þessa verið í farsælum rekstri í gegn um tíðina eins og t.d. Guðmundur í Nesi sem hefur samhvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra, Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er arftaki Brims HF, aflað vel á fjórða tug miljarða, eða ca. 2.500 miljónir að meðaltali á ári á þeim 15 árum sem hann hefur verið í eigu útgerðarinnar en er nú að sögn á leið til Grænlands, væntanlega til fyrirtækis sem ÚR á hlut í . Brimnesið var selt til Rússlands, Ilivileq sem áður hét Skálaberg var seldur til Grænlands til fyrirtækis sem Brim (nú ÚR) á hlut í og síðar þaðan til Rússlands. Vigri hefur nú haft enn ein vistaskiptin á skömmum tíma. Þ.e.a.s.frá Ögurvík HF til Brims HF, þaðan til nýstofnaðs Útgerðarfélags Reykjavíkur EHF og loks nú til Granda HF en öll eru fyrirtækin í meirihlutaeigu sama aðila. Þannig er hið mikla afla og happaskip Kleifaberg sem er 44 ára gamalt eina skipið sem eftir er í bókum ÚR.
Ávallt verið sveiflur í afkomu frystitogara
Enginn deilir um að í rekstrarumhverfi frystiskipa hafi verið á brattan að sækja síðustu misserin en óneitanlega læðist að manni sá grunur að í ákveðnum tilvikum hafi verið farið ansi bratt í fjárfestingar sem aftur kallar á að losa verði um fjármuni með sölu skipa, til að standa undir stórauknum útgjöldum.
Í öllu falli er gamalgróið útgerðarfyrirtæki Þorbjörn HF á sama tíma og aðrir eru að selja skip til Grænlands að kaupa frystiskip frá Grænlandi, sem er ótvíræð vísbending um að þeir útgerðarmenn stefni á aukna hlutdeild frystiskipa í sínum rekstri og hafi trú á framtíð íslenskrar frystitogara-útgerðar. Auk þess má sem betur fer greina batamerki á rekstrarumhverfinu þar sem krónan hefur veikst og verðvísitölur frystra afurða að hækka.
Stimpilgjaldið
Varðandi framlagt frumvarp sem ekki var afgreitt á Alþingi um niðurfellingu á stimpilgjaldi upp á 1,6 % sem greiða þarf þegar skip er tekið af íslenskri skipaskrá og selt úr landi er því til að svara að þar er um að ræða gjald sem hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir útgerðina og kemur vonandi í veg fyrir að útgerðarmenn séu hringlandi fram og aftur milli landa með skip með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenska sjómenn þar sem takmarkaður hluti áhafnar fylgja skipi á nýjar slóðir, en hinir missa vinnuna auk þess sem kjör þeirra sem fara með skipinu eru fjarri því að vera sambærileg við það sem við þekkjum. Hvort sem horft er beint til launa, tryggingagjalds,lífeyrissjóðs, slysatrygginga svo eitthvað sé nefnt.
Lokaorð
Góð afkoma, hagnaður og gróði eru orð sem samanlagt skapa auð. Þessu markmiði hefur mörgum af ríkustu mönnum auðnast að ná með því að leggja rækt við starfsfólkið og efla með því sinn mannauð. Sá auður verður ekki svo auðveldlega metinn til fjár en er hvað sem því líður verðmætari en allt annað sem fyrirfinnst í einu fyrirtæki. Á það viðhorf hefur skort hjá sumum aðilum í íslenskum sjávarútvegi.
Óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á því ári sem framundan er.
Árni Bjarnason

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur